Panta eintak

Vefverslun Korta.is

Verk sem hægt er að panta á krota.is. Frí heimsending ef pantað er fyrir 10.000 kr. eða meira.
Pantanir á vef

Íslensk blóm í endurnýttri krukku eða flösku

Myndhöfundur velur blóm til að mála en þú mátt velja tegund krukku / flösku, t.d. Egils sódavatn, lýsisflaska, Dijon sinnep, súrkálskrukka o.s.frv.)
kr.

Um höfundinn og tilurð verksins

Þorbjörg Sandra Bakke hefur starfað í umhverfismálum í nær tvo áratugi og stígur hér sín fyrstu skref sem mynd- og rithöfundur. Hún er með menntun í stjórnmálafræði, náttúrufræði og siðfræði og leggur áherslu á að tvinna saman jákvæðar hliðar þessara fagsviða í lífi og starfi.

 

Í bók sinni Sóley og Fífa fara í berjamó byggir hún á þessum grunni. Velur að draga fram falleg mannleg samskipti og umhyggju fyrir náttúru og umhverfi. Bókin er að sama skapi byggð á æskuminningum frá uppvaxtarárum höfundar þegar hún varði sumrum sínum í sveit í Svarfaðardal. Hún nýtir sér minningar af frænkum og vinkonum, ömmum, öfum og fleira uppáhalds samferðafólki til að skapa þessar yndislegu persónur sem sagan hverfist um.

 

Þorbjörg starfar sem teymisstjóri í teymi hringrásarhagkerfis á Umhverfis- og Orkustofnun. Í starfinu vinnur hún að því að vernda umhverfið með því að fá samfélagið til að bera virðingu fyrir náttúrunni og nýta betur auðlindir jarðar, koma í veg fyrir sóun, gera við það sem hægt er, fá lánað o.s.frv. Hún kemur þessu að í sögunni á hófstilltan hátt, velur að víkja að málefninu í myndum eða með því að snerta lítillega á því í texta. Fyrst og fremst gefur hún sambandi stúlknanna pláss og lýsir dögum þeirra saman í sveitinni.

 

Bókin hefur verið reynd á börnum og reynist góður grunnur í að ræða allt í senn umhverfið, tilfinningar og stjörnufræði. Í þessu samhengi kom fram í máli kennara sem prufukeyrðu bókina að hún geti nýst vel til að efla náttúrulæsi, en í Aðalnámskrá er kveðið á um að það skuli gert í menntun barna á Íslandi.

 

Að lokum má nefna að í bókinni leynist hliðarsaga, sem næmt auga barna á auðveldara með að grípa en augu fullorðinna. Þessi hliðarsaga og litríkar myndir gera það að verkum að litlir lestrarhestar geta gleymt sér í sögunni í lengri tíma.

 

Bókin er skrifuð fyrir aldursbilið 3-7 ára en auðvitað geta börn og fullorðnir á öllum aldri haft gaman af.

Sóley og Fífa fara í berjamó er fyrsta sagan af þremur í þessum bókaflokki en í síðari bókum kynnumst við enn fleiri hliðum á þessum flottu frænkum.

Það væri frábært ef þú getur deilt verkefninu með öðrum á samfélagsmiðlum.

Vefverslun

Verk sem hægt er að panta á krota.is. Frí heimsending ef pantað er fyrir 10.000 kr. eða meira.
Pantanir á vef

Íslensk blóm í endurnýttri krukku eða flösku

Myndhöfundur velur blóm til að mála en þú mátt velja tegund krukku / flösku, t.d. Egils sódavatn, lýsisflaska, Dijon sinnep, súrkálskrukka o.s.frv.)
kr.

Það væri frábært ef þú getur deilt verkunum með öðrum á samfélagsmiðlum.

Bókin fæst einnig á eftirfarandi sölustöðum